Vegna frétta um málefni ÍL-sjóðs

Vegna frétta um málefni ÍL-sjóðs

Í gær, mánudaginn 10. mars sl., birtust fréttir um að ráðgjafar 18 lífeyrissjóða annars vegar og viðræðunefnd fjárlaga- og efnahagsráðherra hins vegar hefði lagt fram tillögu að uppgjöri á skuldabréfum útgefnum af ÍL-sjóði (áður Íbúðalánasjóði), sem greiða munu fyrir slitum á sjóðnum. LSBÍ er meðal þeirra lífeyrissjóða sem á slík skuldabréf.

Í fréttatilkynningu um málið kemur fram að áætlað sé að halda fund skuldabréfaeigenda um tillöguna í apríl nk. og að 75% samþykkishlutfall þurfi til. Verði tillögurnar samþykktar með tilskyldu samþykkishlutfalli mun fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi sækja heimild til Alþingis til að ljúka uppgjörinu með frumvarpi til fjáraukalaga.

Stjórn LSBÍ hefur þegar hafið vinnu við að meta hvort tillagan sé ásættanleg fyrir sjóðinn.

Hér fyrir neðan er fréttatilkynning um málið og gögn og nánari upplýsingar um tillöguna.
 

Fréttatilkynning

Tillögur að uppgjöri vegna ÍL-sjóðs lagðar fram

Ráðgjafar 18 lífeyrissjóða og viðræðunefnd fjárlaga- og efnahagsráðherra hafa komist að niðurstöðu um að leggja fyrir fund skuldabréfaeigenda tillögu að uppgjöri HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs. Í tillögunum felst að kröfur verða efndar með afhendingu ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa og reiðufjár í gjaldeyri og íslenskum krónum. Með þessu verður ÍL-sjóði gert kleift að standa við skuldbindingar sínar gagnvart eigendum HFF-bréfanna og öðrum kröfuhöfum.

Tillögur ráðgjafa og viðræðunefndar verða lagðar fyrir fund skuldabréfaeigenda til samþykktar, en samþykki 75% kröfuhafa þarf til. Reiknað er með að sá fundur fari fram í apríl. Verði tillögurnar samþykktar mun fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi sækja heimild til Alþingis til að ljúka uppgjörinu með frumvarpi til fjáraukalaga.

Með þessum tillögum skapast grundvöllur til að ljúka langvinnu úrlausnarefni ríkissjóðs en viðræður um málið hafa staðið yfir í rúmlega eitt ár.

Kröfur samkvæmt HFF-bréfum í uppgjörinu nema 651,4 milljörðum króna og samkvæmt tillögum ráðgjafa og viðræðunefndar mun ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhenda kröfuhöfum verðtryggð og óverðtryggð ríkisskuldabréf að upphæð 540,4 milljarða króna, önnur verðbréf að verðmæti 38 milljarða króna, reiðufé í gjaldeyri að verðmæti 55 milljarða króna og 18 milljarða í íslenskum krónum.

Nánari upplýsingar um áðurnefndar tillögur ráðgjafa og viðræðunefndar má sjá í fylgiskjali hér fyrir neðan:

Tillögur um uppgjör HFF-bréfa

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR