Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf.

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf.

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. verður haldinn miðvikudaginn 27. maí nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

a) Skýrsla stjórnar
b) Kynning á ársreikningi
c) Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun
d) Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins
e) Kosning tveggja stjórnarmanna og varamanna þeirra
f) Kjör endurskoðanda
g) Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins
h) Laun stjórnarmanna
i) Önnur mál 

Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.

Heildareignir sjóðsins í árslok 2014 eru 10,8% umfram heildarskuldbindingar og hefur tryggingafræðileg staða sjóðsins batnað um 2,1% frá árslokum 2013. Í ljósi þessa leggur stjórn fram tillögu um breytingar á samþykktum sjóðsins, sem kveður á um 2% réttindaaukningu til sjóðfélaga. Kæmi þessi aukning til viðbótar 14% réttindaaukningu sem samþykkt var á ársfundi sjóðsins 2013 og yrði framkvæmd með sama hætti, miðað við réttindi í árslok 2014.

Hér að neðan má nálgast fundargögn: Ársreikning sjóðsins 2014, tryggingafræðilega úttekt 2014 og samþykktir sjóðsins með auðkenndum breytingum samkvæmt tillögu stjórnar. Breytingar eru tvær, ný málsgrein bætist við 11. gr. og bætt er við Viðauka V.

Samþykktir LSBÍ með auðkenndum breytingum 2015

Tryggingafræðileg athugun LSBÍ 2014

2014 Ársreikningur LSBÍ

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR