Um fjárfestingu LSBÍ í United Silicon

Um fjárfestingu LSBÍ í United Silicon

Nokkur umfjöllun hefur verið um fjárfestingar lífeyrissjóða í United Silicon í kjölfar þess að félagið óskaði eftir greiðslustöðvun.

LSBÍ tók þátt í því að fjármagna verkefnið og nemur heildarfjárfestingin 79,4 milljónum króna eða 0,35% af heildareignum sjóðsins. Sem fjárfestir hefur sjóðurinn enga aðkomu að rekstri félagsins.

Skoðun á verkefninu hófst á fyrri hluta ársins 2014 og í lok ársins var ákveðið að taka þátt með kaupum á skuldabréfi. Arðsemi fjárfestingarinnar var metin góð að teknu tilliti til áhættu.

Líkt og fram hefur komið í fréttum af verkefninu komu upp síendurtekin og ófyrirséð vandamál við gangsetningu verksmiðjunnar. Í kjölfarið fór félagið í hlutafjáraukningar og tók LSBÍ þátt í þeim til að koma verksmiðjunni á starfshæft form og tryggja þannig skuldbindingu sína. LSBÍ, sem og aðrir lífeyrissjóðir sem þátt tóku í fjárfestingunni, gerðu auknar kröfur í síðustu hlutafjáraukningu með það að markmiði að tryggja sem best hagsmuni sína m.a. þá að nýtt hlutafé hefði forgang að arðgreiðslum og fengi tvöfalt vægi atkvæða. Jafnframt kröfðust sjóðirnir þess að stjórn félagsins kæmi því til leiðar að fyrirtækið starfaði í sátt við nærumhverfi sitt.

LSBÍ harmar þá stöðu sem upp er komin. Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvert fjárhagstjón sjóðsins verður en ljóst að mögulegt hámarkstap er 0,35% af heildareignum sjóðsins. Sjóðurinn hefur gert varúðarniðurfærslu í bókum sínum vegna þessa.

 

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR