Ný lög um neytendalán

Ný lög um neytendalán

Ný lög um neytendalán hafa verið samþykkt á Alþingi og munu þau taka gildi 1. nóvember nk. Markmið laganna er að auka neytendavernd og tryggja samræmt lagaumhverfi við veitingu neytendalána, auk þess að stuðla að aukinni neytendavitund um lánskjör og gera neytendum hægara um vik að bera saman ólíka lánssamninga. Kröfur um upplýsingaskyldu lánveitanda eru meiri í nýju lögunum. Gerð er krafa um ítarlegar upplýsingar í auglýsingum þar sem fjallað er um vexti eða önnur kjör vegna lánssamnings og gerðar eru kröfur um vissar upplýsingar sem ber að veita fyrir samningsgerð.

Áður en lán er veitt skal ávallt framkvæma lánshæfismat sem m.a. er byggt á viðskiptasögu lántakanda. Greiðslumat þarf að fara fram ef lánssamningur er 2.000.000 kr. eða meira hjá einstaklingi, eða 4.000.000 kr. hjá hjónum eða sambúðarfólki.

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR