Þróun fjármálamarkaða frá áramótum

Þróun fjármálamarkaða frá áramótum

Undanfarna daga og vikur hafa hvassir sviptivindar geisað um fjármálamarkaði í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar og ekki er ólíklegt að ástandið verði viðvarandi um sinn. Við aðstæður sem þessar er vert að undirstrika mikilvægi áhættudreifingar sem er grunnþáttur í verðbréfasöfnum þar sem fjárfestingartími er langur. Til að ná fram áhættudreifingu fjárfestir Lífeyrissjóður Starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. í ólíkum eignum, eignaflokkum sem og eftir mismunandi landsvæðum. Áhættu er þar af leiðandi dreift á þann veg að þótt lækkun verði á ákveðinni tegund eigna, á ákveðnum eignaflokki eða innan ákveðins landsvæðis eru líkur á að hún vinnist að hluta upp með hækkun annarra eigna og þannig sé dregið úr sveiflum á eignasafninu í heild.

Stiklað á stóru

Innlendur hlutabréfamarkaður hefur átt undir högg að sækja frá áramótum og hefur Úrvalsvísitala innlendra hlutabréfa lækkað um 25%, miðað við 23. mars 2020. Á innlendum skuldabréfamarkaði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa lækkað töluvert sem aftur leiðir til þess að ávöxtun innlendra skuldabréfa hefur því verið góð það sem af er ári. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafa skilað ávöxtun á bilinu 3,8% til 6,3% og verðtryggð um 1,5% til 8,8%. Íslenska krónan hefur gefið töluvert eftir á móti sínum helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur krónan nú veikst um tæp 12% á móti Evru og um rúm 16% á móti Bandaríkjadal.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur nú lækkað meginvexti bankans um eitt prósentustig í tveimur skrefum og eru þeir því nú 1,75% jafnframt hefur nefndin nú ákveðið að hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs. Enn fremur hefur fjármálastöðugleikanefnd bankans ákveðið að aflétta kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%. Með þessum aðgerðum er slakað töluvert á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi ört versnandi efnahagshorfa. Þessar aðgerðir skapa svigrúm í bankakerfinu til að styðja við heimili og fyrirtæki með nýjum útlánum.

Þegar litið er út fyrir landssteinana má sjá að erlendir verðbréfamarkaðir hafa einnig lækkað verulega. Frá áramótum hefur heimsvísitala hlutabréfa lækkað um rúm 30% í Bandaríkjadal. Vísitölur evrópskra hlutabréfa sem og hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna hafa almennt lækkað um rúm 30%. Flestir Seðlabankar heims hafa nú þegar gripið til ýmissa aðgerða til að styðja við efnahagslífið, bæði með vaxtalækkunum og kaupum á skuldabréfum í formi magnbundinnar íhlutunar (e. quantitative easing). Ljóst er að til skemmri tíma verða áfram sveiflur á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum, líklega þar til mat á beinum og óbeinum áhrifum kórónuveirunnar verður farið að skýrast.

Ávöxtun LSBÍ

Nafnávöxtun LSBÍ síðast liðna tólf mánuði er um 7,5% sem samsvarar 5,2% raunávöxtun. Ávöxtun lífeyrissjóða er háð markaðsaðstæðum hverju sinni og getur hún verið sveiflukennd til skemmri tíma. Í ljósi þess ástands sem nú er uppi á fjármálamörkuðum vegna kórónuveirunnar er mikilvægt að hafa í huga að lífeyrissparnaður er í eðli sínu langtíma sparnaður og til lengri tíma jafnast sveiflur í ávöxtun að miklu leyti út.

 

 

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR