Lífeyrisgáttin kynnt á opnu húsi í gær

Lífeyrisgáttin kynnt á opnu húsi í gær

Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna Lífeyrisgáttina fyrir fróðleiksfúsum sjóðfélögum á opnu húsi í gær í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni. Lífeyrisgáttin var kynnt fyrir gestum, auk þess sem þeim gafst kostur á að sækja um aðgang að Netbanka Arion banka á staðnum og skoða Lífeyrisgáttina þar með leiðsögn ráðgjafa. Það kom mörgum á óvart að sjá á einum stað þau réttindi sem safnast hafa í samtryggingarsjóði þeirra yfir starfsævina og voru sjóðfélagar ekki síst hissa á að sjá réttindi frá þeim tíma sem þeir voru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Rifjaði það jafnvel upp gamlar minningar svo að úr urðu líflegar umræður um síldarárin í bland við lífeyrismál.
Nánar um Lífeyrisgáttina hér.

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR