Málefni ÍL-sjóðs

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004 en skuldabréfin eru að mestu í eigu lífeyrissjóða og verðbréfasjóða. Stjórnvöld hafa nú lýst því yfir að þau hyggist leita samninga við eigendur þessara bréfa um uppgjör þeirra þar sem fjárhagsstaða ÍL-sjóðs er slæm.

Hlutfall HFF bréfa og Húsnæðisbréfa útgefnum af ÍL-sjóð er u.þ.b. 41% af heildareignum LSBÍ.

Yfirlýsing stjórnvalda hefur í för með sér að óvissa er um uppgjör framangreindra skuldabréfa. LSBÍ hefur því, í varúðarskyni, fært niður virði þeirra í bókum sínum mv. núverandi ávöxtunarkröfu sem svarar til uppgreiðslu á kröfuvirði. Það er mikilvægt að halda því rækilega til haga að þó svo að LSBÍ framkvæmi varúðarniðurfærslu í takt við eðlilega viðskiptahætti og varúðarsjónarmið er sjóðurinn á engan hátt að fallast á kröfur stjórnvalda um niðurfærslu krafna sinna á hendur ÍL-sjóði. LSBÍ mun gæta hagsmuna sjóðfélaga til hins ítrasta.

Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að verðmat skuldabréfa sem þegar eru í safni sjóðsins hefur ekki áhrif á tryggingafræðilegt uppgjör enda öll verðtryggð skuldabréf í slíku uppgjöri metin m.v. 3,5% ávöxtunarkröfu óháð markaðsaðstæðum. Varúðarniðurfærsla á verðmati hefur því engin áhrif á tryggingafræðilegt mat sjóðsins né lífeyrisgreiðslur hans.

Sem fyrr segir er óvissa uppi um uppgjör HFF bréfa og Húsnæðisbréfa útgefnum af ÍL-sjóði vegna yfirlýsinga stjórnvalda. LSBÍ telur lagalega stöðu sjóðsins sterka og að ekkert hafi komið fram sem breyti því mati.

LSBÍ fylgist vel með þróun mála og mun uppfæra stöðu sína eftir því sem þörf er á hverju sinni. Vakni frekari spurningar við lesturs þessa bréfs er ávallt velkomið að hafa samband við framkvæmdastjóra eða stjórn sjóðsins.

 

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR