Niðurstaða ársfundar

Niðurstaða ársfundar

Ársfundur LSBÍ var haldinn 29. maí sl. í húsakynnum Arion banka í Borgartúni og var vel sóttur af sjóðfélögum. Á fundinum voru Jóhannes Þór Ingvarsson, formaður stjórnar og Tryggvi E. Geirsson, endurskoðandi, endurkjörnir í stjórn til tveggja ára. Önnur framboð komu ekki fram. Varamenn verða áfram Anna María Bragadóttir og Árni Emilsson. Þriðji stjórnarmaðurinn, Lára Jóhannsdóttir, er skipuð af Arion banka.

Fundurinn samþykkti mótatkvæðalaust tillögu stjórnar um 14% réttindaaukningu sjóðfélaga miðað við réttindi í árslok 2012. Réttindaaukningin kemur til framkvæmda 1. júlí að fengnu samþykki ráðherra. Jafnframt var samþykkt að lífeyrisgreiðslur breytist í takt við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í stað launavísitölu eins og verið hefur.

Ávöxtun eigna sjóðsins árið 2012 var góð, Nafnávöxtun var 10,7% og raunávöxtun 5,9%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðastliðin 10 ár er 7,2%. Þrátt fyrir réttindaaukningu sem samþykkt var á ársfundinum verður staða sjóðsins áfram sterk. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt munu eignir nema 9% umfram heildarskuldbindingar.

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR