Mat LMB Mandat á fjárfestingarferli í United Silicon

Mat LMB Mandat á fjárfestingarferli í United Silicon

Þegar United Silicon hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar 2018 fólu fimm lífeyrissjóðir, sem fjárfestu í uppbyggingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík, lögmannsstofunni LMB Mandat að fara yfir fjárfestingarferlið. Stefán Árni Auðólfsson lögmaður hefur nú skilað samantekt um vinnu sína til sjóðanna. Þar er farið er yfir helstu upplýsingar sem fjárfestum voru veittar og umgjörð fjárfestingarinnar.

Á grundvelli niðurstöðu LMB Mandat, sem lá fyrir á vormánuðum 2018, tóku stjórnir sjóðanna ákvörðun um að kæra Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra United Silicon ehf., enda voru þau brot sem hann er grunaður um talin alvarleg og snúa með öðrum hætti gagnvart sjóðunum heldur en til dæmis félaginu sjálfu. Ábyrgð annarra forsvarsmanna USi mun væntanlega skýrast betur í rannsókn lögreglu í tengslum við kæru á hendur fyrrum framkvæmdastjóra og í slitameðferð félagsins. Lögmaðurinn leggur til að stjórnir lífeyrissjóðanna taki til skoðunar að krefja Magnús og aðra forsvarsmenn USi um greiðslu skaðabóta. Sjóðirnir hafa lýst kröfum í þrotabú United Silicon ehf. og leggur hann áherslu á að þeim verði fylgt eftir

Í skýrslu Stefáns Árna er sérstaklega fjallað um hlut sérfræðinga og ráðgjafa í fjárfestingarferlinu. Þar segir meðal annars; „Ýmislegt hefði mátt vinnast betur hjá sérfræðingum, sem komu að málinu, að því er virðist, og lagt er til að frekari skoðun fari fram á þeim þætti til mats á mögulegri bótaábyrgð“. Þessu hefur lögmaðurinn fylgt eftir með útsendingu afstöðubréfa til viðkomandi aðila og frekari skoðun á fyrirliggjandi gögnum. Hér er fyrst og fremst horft til verkfræðistofa sem fengnar voru til að leggja mat á áætlanir félagsins svo og endurskoðenda þess, en vinna og gögn þessara aðila „mynduðu hluta þess grunnar sem fjárfestingarákvarðanir voru byggðar á“.

Ennfremur er það ein af niðurstöðum skýrslunnar, að mat á umhverfisáhrifum, útgáfa starfsleyfa og gerð fjárfestingarsamnings um ríkisaðstoð og ívilnanir vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík, hafi verið meðal lykilforsendna þess að fjárfestar voru tilbúnir að leggja fé til verkefnisins, „enda hefðu þeir þá mátt telja víst að skilyrði þar að lútandi myndu verða uppfyllt.“ Í ljósi þess hve mikilvægir þessir þættir reyndust er eðlilegt að lífeyrissjóðirnir „kanni rétt sinn gagnvart hinum opinberu aðilum, enda mikilvægt fyrir alla aðila að nokkur lærdómur verði dreginn af þessu“, segir lögmaðurinn. Hér er meðal annars átt við Skipulagsstofnun, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlit ríkisins.

Lífeyrissjóðirnir, sem fólu LMB Mandat slf. að skoða stöðu sína í þessum málum, eru Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Brú lífeyrissjóður B-deild vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbankans. Skýrslan er nú til umfjöllunar og framhaldsákvarðana í stjórnum sjóðanna.

LMB Mandat skýrsla

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR