Fjölbreytt úrval
fjárfestingarleiða

Í viðbótarsparnaði Arion banka getur þú valið á milli fjölbreyttra fjárfestingarleiða sem mæta ólíkum þörfum vegna aldurs og viðhorfs til áhættu. Ef þú velur Ævilínu þá færist þú sjálfkrafa milli Lífeyrisauka 1-5 og þannig minnkar áhætta eignasafns þíns eftir aldri. 

Við val á fjárfestingarleið er m.a. ráðlegt að huga að því:

  • Hve langt er í útgreiðslu
  • Hver eignastaða þín er
  • Hvert viðhorf þitt er til áhættu

Ævilína

Ef þú velur Ævilínu þá færist þú sjálfkrafa á milli Lífeyrisauka 1-5 og þannig minnkar áhætta eignasafns þíns eftir aldri. Flestir velja Ævilínu en það er einfalt að breyta um fjárfestingarleið seinna, ef þú vilt, án kostnaðar.

Á Mínum síðum getur þú breytt um leið fyrir framtíðariðgjöld eða bæði uppsafnaða inneign og framtíðariðgjöld. Óskir þú eingöngu eftir að breyta um leið fyrir uppsafnaða inneign, sendu okkur þá skilaboð á lifeyristhjonusta@arionbanki.is og við aðstoðum þig.

Lífeyrisauki 1

Markmiðið er að fjárfesta 68% í hlutabréfum og 32% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið. Vænt ávöxtun er því heldur hærri en í áhættuminni leiðum.

 

Aldur í Ævilínu     30 ára og yngri
Nafnávöxtun sl. 10 ár  10,1%
Sveiflur í ávöxtun
 
 
 
 
 
 
 

SJÁ NÁNAR

Lífeyrisauki 2

Markmiðið er að fjárfesta 53% í hlutabréfum og 47% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið en þó minni en í sparnaðarleið 1. Vænt ávöxtun er því lægri en í sparnaðarleið 1.

Aldur í Ævilínu     31 til 40 ára
Nafnávöxtun sl. 10 ár  9,9%
Sveiflur í ávöxtun
 
 
 
 
 
SJÁ NÁNAR

Lífeyrisauki 3

Markmiðið er að fjárfesta 32% í hlutabréfum og 68% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun eru minni en í sparnaðarleið 2 og vænt ávöxtun því lægri.

Aldur í Ævilínu     41 til 54 ára
Nafnávöxtun sl. 10 ár  8,8%
Sveiflur í ávöxtun
 
 
 
 
 
SJÁ NÁNAR

Lífeyrisauki 4

Markmiðið er að fjárfesta 17% í hlutabréfum og 83% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun eru minni en í öðrum sparnaðarleiðum og vænt ávöxtun því lægri.

Aldur í Ævilínu    55 til 60 ára
Nafnávöxtun sl. 10 ár  7,9%
Sveiflur í ávöxtun
 
 
 
 
 
SJÁ NÁNAR

Lífeyrisauki 5 - Innlend skuldabréf

Markmiðið að fjárfesta 100% í skuldabréfum gefnum út af ríkinu, innlendum fyrirtækjum og innlánum. Markmið er að ná góðri ávöxtun þar sem áhersla er lögð á áhættudreifingu og trausta skuldara.

Aldur í Ævilínu 61 árs og eldri   
Nafnávöxtun sl. 10 ár 6,5%
Sveiflur í ávöxtun
 
 
 
 
 

SJÁ NÁNAR

Lífeyrisauki - Erlend verðbréf

Markmiðið að fjárfesta 69% í erlendum hlutabréfum og 31% í erlendum skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið. Fjárfest er bæði í stökum eignum og sjóðum, mikil áhersla er lögð á að ná sem mestri áhættudreifingu.

Ekki hluti af Ævilínu   
Nafnávöxtun sl. 10 ár 7,7%
Sveiflur í ávöxtun
 
 
 
 
 
 
SJÁ NÁNAR

Lífeyrisauki - Innlán

Iðgjöld eru lögð inn á innlánsreikning sem ber verðtryggða vexti skv. vaxtatöflu Arion banka. Þessi leið er ætluð þeim sem vilja lágmarka sveiflur á verðmæti inneignar sinnar svo og nýta sér kosti verðtryggingar.

Ekki hluti af Ævilínu  
Nafnávöxtun sl. 10 ár 4,6%
Sveiflur í ávöxtun
 
 
 
 
 

SJÁ NÁNAR

 

Upplýsingar um áætlaðan og reiknaðan óbeinan fjárfestingarkostnað má sjá í yfirliti um eignastöðu hverrar leiðar.

Samanburður fjárfestingarleiða

Í viðbótarsparnaði Arion getur þú valið á milli sjö fjárfestingarleiða, auk Ævilínu en með vali á Ævilínu færist inneign þín sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða og þannig minnkar áhætta eignasafnsins eftir aldri. Það er einfalt að breyta um fjárfestingarleið á Mínum síðum.

Fjárfestingarleið sl. 12 mán.1 2020 2019 2018 2017 2016 2015 sl. 5 ár2 sl. 10 ár2 sl. 15 ár2
Lífeyrisauki 1 21,7% 16,7% 20,4% 2,1% 8,2% -7,6% 8,0% 12,7% 10,1% 5,9%
Lífeyrisauki 2 19,1% 14,3% 16,1% 3,2% 7,6% -4,9% 10,4% 11,2% 9,9% 7,0%
Lífeyrisauki 3 12,3% 11,4% 12,3% 5,0% 8,0% -0,7% 10,5% 9,7% 8,8% 7,5%
Lífeyrisauki 4 8,0% 9,5% 8,9% 5,8% 7,4% 2,3% 12,3% 8,3% 7,9% 7,5%
Lífeyrisauki 5 innlend skuldabréf* 2,3% 7,2% 7,6% 7,1% 9,1% 4,1% 8,9% 7,5% 6,5% 8,1%
Lífeyrisauki erlend verðbréf  11,0% 19,8% 19,5% 3,9% 6,1% -10,8% 0,6% 11,5% 7,7% 5,7%
Lífeyrisauki innlán* 4,3% 4,2% 4,3% 5,2% 3,8% 4,1% 4,1% 4,4% 4,6% 7,4%

* Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi Ævilínu sem tóku gildi 1. janúar 2021.
Fjárfestingarleiðin Innlend skuldabréf sem starfrækt hefur verið hjá Lífeyrisauka frá árinu 2004 verður fimmta skref Ævilínu.
Innlánaleiðin, sem fram að því var fimmta skref Ævilínu, verður áfram til staðar en nú sem stök leið utan Ævilínu, og fær heitið Lífeyrisauki innlán.
Söguleg ávöxtun Ævílínu 5 er með þeim hætti að ávöxtun Lífeyrisauki innlán sýnir ávöxtun leiðar 5 til 31.12.2020, eftir það er stefnu leiðarinnar breytt.
Ávöxtun Lífeyrauka 5 innlendra skuldabréfa er sýnd sem söguleg ávöxtun skuldabréfaleiðar til 31.12.2020 áður en hún varð hluti af Ævilínu.

Nafnávöxtun síðustu 12 mánaða m.v. 30. september 2021
Nafnávöxtun á ársgrundvelli m.v. 30. september 2021

Áskilinn er réttur til leiðréttinga.
Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð.

Fjárfestingarleið sl. 12 mán1 2020 2019
2018
2017
2016 2015 sl. 5 ár2 sl. 10 ár2 sl. 15 ár2
Lífeyrisauki 1 16,7%
12,8% 17,3%
-1,1%
6,4% -9,5% 5,9% 9,4% 7,0% 1,5%
Lífeyrisauki 2 14,2% 10,4% 13,1%
0,0%
5,8% -6,8% 8,2% 8,0% 6,9% 2,5%
Lífeyrisauki 3 7,7%
7,6% 9,4%
1,7%
6,2% -2,7% 8,4% 6,6% 5,8% 3,0%
Lífeyrisauki 4 3,6%
5,8% 6,1%
2,4%
5,6% 0,2% 10,1 5,1% 4,9% 3,0%
Lífeyrisauki innlend skuldabréf* -1,9%
3,6% 4,8%
3,7%
7,2% 1,9% 6,8% 4,4% 3,6% 3,5%
Lífeyrisauki erlend verðbréf  6,4%
15,7% 16,4%
0,7%
4,3% -12,6% -1,4% 8,3% 4,6% 1,2%
Lífeyrisauki innlán* 0,0%
0,7% 1,6%
1,9%
2,0% 2,0% 2,0% 1,3% 1,7% 2,9%

* Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi Ævilínu sem tóku gildi 1. janúar 2021.
Fjárfestingarleiðin Innlend skuldabréf sem starfrækt hefur verið hjá Lífeyrisauka frá árinu 2004 verður fimmta skref Ævilínu.
Innlánaleiðin, sem fram að því var fimmta skref Ævilínu, verður áfram til staðar en nú sem stök leið utan Ævilínu, og fær heitið Lífeyrisauki innlán.
Söguleg ávöxtun Ævílínu 5 er með þeim hætti að ávöxtun Lífeyrisauki innlán sýnir ávöxtun leiðar 5 til 31.12.2020, eftir það er stefnu leiðarinnar breytt.
Ávöxtun Lífeyrauka 5 innlendra skuldabréfa er sýnd sem söguleg ávöxtun skuldabréfaleiðar til 31.12.2020 áður en hún varð hluti af Ævilínu.

Raunávöxtun síðustu 12 mánaða m.v. 30. september 2021
Raunávöxtun á ársgrundvelli m.v. 30. september 2021

Áskilinn er réttur til leiðréttinga
Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð

Reglur sjóðsins

Ábyrgar fjárfestingar
og stjórnarhættir

Meginhlutverk viðbótarlífeyrissparnaðar Arion banka - Lífeyrisauka er að ávaxta lífeyrissparnað sjóðfélaga og tryggja þeim hæstu mögulegu ávöxtun hverju sinni og til lengri tíma m.t.t. áhættu.

Nánar um Ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti