Eignasamsetning

 

 

Í Lífeyrisauka 1 er markmiðið að fjárfesta 72% í hlutabréfum og 28% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið. Vænt ávöxtun er því heldur hærri en í áhættuminni leiðum.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 30 ára og yngri.

Lífeyrisauki 1

Í Lífeyrisauka 2 er markmiðið að fjárfesta 55% í hlutabréfum og 45% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið, en eru þó minni en í Lífeyrisauka 1. Vænt ávöxtun er því lægri en í Lífeyrisauka 1.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 31-40 ára.

Lífeyrisauki 2

Í Lífeyrisauka 3 er markmiðið að fjárfesta 36% í hlutabréfum og 64% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun eru minni en í Lífeyrisauka 2 og vænt ávöxtun því lægri.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 41-54 ára.

Lífeyrisauki 3

Í Lífeyrisauka 4 er markmiðið að fjárfesta 19% í hlutabréfum og 81% í skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun eru minni en í öðrum ávöxtunarleiðum og vænt ávöxtun því lægri.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 55 til 60 ára.

Lífeyrisauki 4

Í Lífeyrisauka 5 innlend skuldabréf er markmiðið að fjárfesta 100% í skuldabréfum gefnum út af ríkinu, innlendum fyrirtækjum og innlánum. Markmið er að ná góðri ávöxtun þar sem áhersla er lögð á áhættudreifingu og trausta skuldara.

Þessi leið er ætluð rétthöfum á aldrinum 61 árs og eldri.

Lífeyrisauki 5 innlend skuldabréf

Í Lífeyrisauki erlend verðbréf er markmiðið að fjárfesta 75% í erlendum hlutabréfum og 25% í erlendum skuldabréfum. Sveiflur í ávöxtun geta verið talsvert miklar í þessari leið. Fjárfest er bæði í stökum eignum og sjóðum, mikil áhersla er lögð á að ná sem mestri áhættudreifingu.

Þessi leið er ætluð þeim sem vilja fjárfesta á erlendum verðbréfamörkuðum til lengri tíma.

Lífeyrisauki erlend verðbréf

Í Lífeyrisauka innlán eru iðgjöld lögð inn á innlánsreikning sem ber verðtryggða vexti skv. vaxtatöflu Arion banka á hverjum tíma.

Þessi leið er ætluð þeim sem vilja lágmarka sveiflur á verðmæti inneignar sinnar svo og nýta sér kosti verðtryggingar.

Lífeyrisauki innlán