Sérreglur sem aðgreina
fyrstu íbúðar úrræðið frá almenna úrræðinu

 

Sérreglur úrræðis fyrstu íbúðar Sérreglur almenna úrræðisins

Gildistími

Úrræði fyrstu íbúðar tók gildi 1. júlí 2017. Íbúðin þarf að vera fyrsta íbúð umsækjanda, keypt 01.07.2014 eða síðar. Úrræðið gildir í 10 ár fyrir hvern umsækjanda, þ.e. 10 ára samfellt tímabil.

Almenna úrræðið tók gildi 1. júlí 2014 og gildir til 31. desember 2024.

Nýtt frá 1. janúar 2023

Fimm ára reglan

  • Sá sem hefur ekki átt íbúð síðastliðin 5 ár fyrir umsókn fellur undir úrræði fyrstu íbúðar.
  • Ef tekjuskattstofn + heildarfjármagnstekjur = 11.125.045 kr. eða minna.
    - Ef maki uppfyllir sömu skilyrði.
    - Ef við á, dregst þegar nýtt fjárhæð/tímabil „almenna úrræðisins“ frá.

Nýta má tilgreinda séreign í úrræði fyrstu íbúðar

  • Ekki er skilyrði að vera með viðbótarsparnað.
  • En sá sem er með viðbótarsparnað, þarf að nýta hann fyrst (skattfrjálst), skiptir ekki máli hvort 2% eða 4%.
  • Gildir um iðgjöld í tilgreinda séreign vegna launatímabila eftir 1. janúar 2023.
  • Greitt í eingreiðslu einu sinni á ári – fyrst árið 2024.

Athugið að ekki er heimilt að nýta tilgreinda séreign í almenna úrræðinu.

Hvar er sótt um?

Þú sækir um úrræði fyrstu íbúðar á skattur.is ef minna en 12 mánuðir eru síðan þú keyptir þína fyrstu íbúð.

Þú sækir um almenna úrræðið á leidretting.is ef meira en 12 mánuðir eru síðan þú keyptir þína fyrstu íbúð eða ef ekki er um fyrstu íbúðakaup að ræða, þá er ekki gerð krafa um að sótt sé um innan 12 mánaða.

Er skilyrði að íbúðin sé til eigin nota?

Ekki er skilyrði að eignin sé til eigin nota og því má leigja íbúðina út.

Skilyrði er að eignin sé til eigin nota og því má ekki leigja íbúðina út.

Geta búsetuhafar nýtt úrræðið?

Búseturéttarhafar geta ekki nýtt sér úrræðið.

Búseturéttarhafar geta nýtt sér úrræðið, að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Er hægt að nýta úrræðin vegna hvaða lána sem er?

Lán skulu vera tryggð með veði í íbúðarhúsnæði.

Lán skulu vera tryggð með veði í íbúðarhúsnæði til eigin nota. Vaxtagjöld af lánum skulu vera grundvöllur útreiknings vaxtabóta og lánin skráð í reit 5.2. á skattframtali.

Fjárhæðir og nýting m.v. að 4% framlag launþega og 2% mótframlag launagreiðanda

Skattleysi einstaklings takmarkast við 500.000 kr. á ári þ.e. kr. 166.667 (2%) + kr. 333.333 (4%). Heildarfjárhæð getur því mest orðið kr. 5.000.000 hjá einstaklingi ef úrræðið er fullnýtt öll 10 árin. Til að eiga kost á því að fullnýta skattaafsláttinn þyrfti einstaklingur að vera með kr. 695.000 kr. í mánaðarlaun (4%+2%). Skattleysi fyrstu íbúðar miðast eingöngu við einstakling, ekki samskattaða einstaklinga og ekki skiptir máli hvort aðili er í hjúskap/sambúð/einhleypur.

Skattleysi einstaklings takmarkast við 500.000 kr. á ári þ.e. kr. 166.667 (2%) + kr. 333.333 (4%) en skattleysi 2ja samskattaðra einstaklinga takmarkast við kr. 750.000 á ári þ.e. kr. 250.000 (2%) + kr. 500.000 (4%). Heildarfjárhæð getur því mest orðið kr. 5.250.000 hjá einstaklingi en kr. 7.875.000 hjá 2 samsköttuðum aðilum ef úrræðið er nýtt frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024. Til að eiga kost á því að fullnýta skattaafsláttinn þyrfti einstaklingur að vera með kr. 695.000 kr. í mánaðarlaun (4%+2%) en 2 samskattaðir aðilar með samtals kr. 1.042.000 (4%+2%).

Hvaða lög gilda um úrræðin?

Lög númer 11/2016 gilda um úrræði fyrstu íbúðar. Einnig reglugerð nr. 1586/2022 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

Ákvæði XVI til bráðabirgða í lögum númer 129/1997 gilda um almenna úrræðið.

Ýmis atriði sem gilda eingöngu um fyrstu íbúð

Umsækjandi skal vera skráður eigandi íbúðar samkvæmt fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og skráður eignarhlutur umsækjanda skal a.m.k. vera 30% og hann ekki áður skráður eigandi að 30% hlut eða meira.

Ef tveir eða fleiri kaupa íbúð saman þá gætu því sumir átt rétt á úrræðinu en aðrir ekki.

Hver og einn sækir um fyrir sig og er réttur hvers umsækjanda metinn sjálfstætt.

Ef fyrsta íbúð er seld innan 10 ára má sækja um reglulegar greiðslur inn á nýtt lán ef önnur íbúð er keypt innan 12 mánaða frá sölu.

Skilyrði um að hámarksfjöldi kaupenda séu tveir, er ekki lengur í gildi.

Endurnýja þarf umsókn ef greiðslur í viðbótarsparnað falla niður í 12 mánuði eða meira eftir að 10 ára tímabilið byrjar að telja t.d. vegna náms eða búsetu erlendis.

Á ekki við.

 

Til baka í Spurt og svarað