Fyrirtækjaráðgjöf

Veitir fyrirtækjum, fjárfestum og stofnunum víðtæka fjármálaráðgjöf á innlendum og erlendum vettvangi.

Skráning og útboð

Skráning í kauphöll

Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með skráningu verðbréfa í kauphöll, hvort heldur sem um er að ræða frumskráningu fyrirtækja, hlutafjárhækkun skráðra fyrirtækja, skráningu skuldabréfaflokks eða skráningu annarra fjármálagerninga. Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum og seljendum ráðgjöf við undirbúning skráningar, gerð nauðsynlegra áreiðanleikakannana, hefur umsjón með samskiptum við kauphöll og fjármálaeftirlit, umsjón með gerð skráningarlýsinga og fjárfestakynninga.

Útboð

Umsjón með almennum útboðum á hlutabréfum, sem felur í sér ráðgjöf við undirbúning, umsjón með gerð útboðslýsingar, fjárfestakynningum og framkvæmd útboðs. Umsjón með lokuðum útboðum hlutabréfa og/eða skuldabréfa til stærri fjárfesta, sem felur í sér ráðgjöf við undirbúning, umsjón með fjárfestakynningum og framkvæmd útboðs.

Rafræn útgáfa verðbréfa

Umsjón með rafrænni útgáfu hlutabréfa og skuldabréfa í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands.