22. nóvember 2023
Birting lýsingar og hlutafjárútboð Ísfélags hf.
Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
LESA NÁNARÍsfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til frekari sóknar.
Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélags:
„Skráning Ísfélags á Aðalmarkað hefur það að markmiði að efla grundvöll fyrir frekari vöxt fyrirtækisins. Við teljum að fjölbreyttari hópur fjárfesta styrki framtíðarsýn og rekstur félagsins til lengri tíma. Saman getum við sótt fram og nýtt fjölmörg tækifæri sem við stöndum frammi fyrir. Fjölbreytt og góð samsetning á aflaheimildum mun auka stöðugleika í veiðum og vinnslu og ábata í rekstri. Traust fjárhagsstaða Ísfélags skapar svigrúm til sóknar og styður við spennandi tækifæri í dóttur- og hlutdeildarfélögum.“
Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. hafa umsjón með almenna útboðinu og töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Nánari upplýsingar um Ísfélag, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 22. nóvember 2023 auk fjárfestakynningar sem birt hefur verið á www.isfelag.is/fjarfestar.
Upplýsingar og tæknilega aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá eftirfarandi aðilum dagana 23. nóvember til 1. desember 2023:
Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
LESA NÁNARNú í morgun voru hlutabréf Kaldalóns hf. tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Kaldalón er eitt stærsta fasteignafélag Íslands og félag í örum vexti.
LESA NÁNARAlmennu hlutafjárútboði Hampiðjunnar hf. lauk kl. 14:00 þann 2. júní. Alls bárust um 3.700 áskriftir að andvirði um 32,3 ma.kr. sem samsvarar ríflega þrefaldri eftirspurn
LESA NÁNARHampiðjan, leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun, sölu og þjónustu á framúrskarandi veiðarfærum til fiskiskipa, búnaði til fiskeldis og þróun og framleiðslu á ofurköðlum, hefur birt lýsingu vegna...
LESA NÁNARIce Fish Farm hefur lokið 44 milljóna evra hlutafjáraukningu, sem nemur um 6,5 milljörðum króna. Um er að ræða útgáfu rúmlega 18 milljóna nýrra hlutabréfa í félaginu.
LESA NÁNARAU 22 ehf., eigandi 29,3% hlutafjár í Origo hf., lagði fram valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf. um kaup á hlutum þeirra í félaginu á kr. 101 á hlut og rennur tilboðið út kl. 13:00 á morgun, 22...
LESA NÁNARAU 22 ehf., eigandi 29,3% hlutafjár í Origo hf., hefur lagt fram valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf. um kaup á hlutum þeirra í félaginu á kr. 101 á hlut.
LESA NÁNARFramtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur fjárfest í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins. Um er að ræða útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar...
LESA NÁNARNýverið fór fram vel heppnuð hlutafjáraukning og skráning Amaroq Minerals á First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Um var að ræða alþjóðlega hlutafjáraukningu þar sem félagið tryggði sér 30 milljónir...
LESA NÁNARHlutafjárútboð íslenska fjarskiptafyrirtækisins Nova Klúbbsins hf. hefst kl. 10.00 föstudaginn 3. júní og mun standa yfir til klukkan 16.00 föstudaginn 10. júní.
LESA NÁNARVið notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".