Skráning Nova Klúbbsins hf. á markað

Skráning Nova Klúbbsins hf. á markað

Skráning Nova Klúbbsins hf. á markað - mynd

Hlutafjárútboð stendur yfir 3. - 10. júní

Hlutafjárútboð íslenska fjarskiptafyrirtækisins Nova Klúbbsins hf. hefst kl. 10.00 föstudaginn 3. júní og mun standa yfir til klukkan 16.00 föstudaginn 10. júní. Rafrænar áskriftir fara fram í gegnum áskriftarvef útboðsins sem opnar klukkan 10.00 föstudaginn 3. júní.

Nova er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem stofnað var árið 2006. Viðskiptavinir Nova eru fyrst og fremst einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki. Að baki félaginu standa sterkir hluthafar og hefur Nova verið í fararbroddi við að kynna til leiks nýjungar á fjarskiptamarkaði hér á landi. Helstu tekjustraumar félagsins tilheyra farsímaþjónustu, netþjónustu og vörusölu. Hefur félagið átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 13 ár.

Seljendur í útboðinu eru Nova Acquisition Holding ehf., Nova Acquisition Iceland LLC og Atrium Holding ehf. Alls verða til sölu í hlutafjárútboðinu 1.416.773.033 hlutir að nafnvirði en seljendur hafa þó heimild til að stækka útboðið um allt að 20%. Samtals er því heimild til að selja um 1.700.127.639 hluti í Nova Klúbbnum hf. Í boði verða tvær áskriftarleiðir, A og B, en þær eru ólíkar með tilliti til stærðar áskrifta. Ráðgert er að niðurstaða útboðsins og úthlutun verði tilkynnt mánudaginn 13. júní.

Til að kynna sér félagið er fjárfestum bent á opinn kynningarfund sem haldinn verður kl. 10.00 föstudaginn 3. júní. Á fundinum munu stjórnendur Nova Klúbbsins hf. kynna félagið og svara spurningum fjárfesta. Vefstreymi á fundinn verður aðgengilegt á vefsíðum Arion banka, Nova og á vefsíðum ýmissa fjölmiðla.

Arion banki er umsjónar- og söluaðili útboðsins.

Nánari upplýsingar um útboðið má nálgast hér.