Arion banki ráðgjafi Amaroq Minerals við hlutafjáraukningu og skráningu á First North á Íslandi

Arion banki ráðgjafi Amaroq Minerals við hlutafjáraukningu og skráningu á First North á Íslandi

Arion banki ráðgjafi Amaroq Minerals við hlutafjáraukningu og skráningu á First North á Íslandi - mynd

Nýverið fór fram vel heppnuð hlutafjáraukning og skráning Amaroq Minerals á First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Um var að ræða alþjóðlega hlutafjáraukningu þar sem félagið tryggði sér 30 milljónir punda eða jafnvirði um 4,9 milljarða króna í lokuðu útboði.

Amaroq Minerals er námufélag sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi. Amaroq er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar sem skráð er á markað á Íslandi. Skráningin eykur því fjölbreytileika íslenskrar hlutabréfaflóru verulega og gerir Íslendingum kleift að fjárfesta með beinum hætti í orkuskiptum.

Arion banki var ráðgjafi félagsins vegna skráningarinnar á First North og var ásamt Landsbankanum umsjónaraðili með innlenda hluta hlutafjáraukningarinnar. Arion banki þakkar Amaroq Minerals og Landsbankanum einkar gott samstarf og óskar hlutaðeigandi til hamingju með áfangann.