Græn framtíð
Við viljum öll leggja okkar af mörkum fyrir framtíðina og allt skiptir máli.
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir og það hvernig við stýrum fjármagni getur haft afgerandi áhrif á framgang mála.
Græna vegferðin
Við hjá Arion banka viljum stöðugt gera betur og viljum að verkefnin sem við styðjum viðskiptavini okkar í hafi jákvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. Við höfum sett okkur metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu sem felur í sér að við ætlum að beina sjónum okkar að verkefnum sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu.
Nánari upplýsingar í árs- og sjálfbærniskýrslu Arion banka 2023
Heildstæð fjármálaumgjörð
fyrir græna framtíð
Arion banki hefur gefið út heildstæða græna fjármálaumgjörð sem tekur til fjármögnunar bankans og lánveitinga. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar. Jafnframt er kveðið á um stjórnskipulag bankans í kringum grænar lánveitingar.
Græn fjármálaumgjörð Arion banka
Skýrsla Mannvits um græn íbúðalán
Álit Cicero
Áhrifa- og úthlutunarskýrsla 2022
Umhverfisvæn fjármálaþjónusta
í þágu sjálfbærrar framtíðar
Græn fjármálaumgjörð Arion banka verður meðal annars nýtt til að fjármagna bankann með útgáfu grænna skuldabréfa og öflun grænna innlána en ekki síður til að efla umhverfisvænt vöruframboð bankans eins og grænar lánveitingar sem meðal annars geta snúið að orkuskiptum í samgöngum, fasteignum, sjálfbærum sjávarútvegi, mengunarvörnum og endurnýjanlegri orku.
Arion banki fékk verkfræðistofuna Mannvit til liðs við sig til að greina íbúðalánasafn bankans og setja fram nálgun á hvað getur flokkast sem grænt íbúðarhúsnæði hér á landi. Um er að ræða fyrstu skýrslu þessarar tegundar hérlendis og er hún mikilvægt innlegg í umræðuna um grænar byggingar og þróun þeirra á innlendum fasteignamarkaði. Um 12% af því íbúðarhúsnæði sem Arion banki hefur lánað til fellur undir skilgreiningu Arion banka og Mannvits á grænu íbúðarhúsnæði, auk umhverfisvottaðs íbúðarhúsnæðis.
Græn fjármálaumgjörð Arion banka hefur fengið álit norska matsfyrirtækisins Cicero sem gefur umgjörðinni einkunnina ,,Medium Green“ og stjórnarháttum í tengslum við hana einkunnina ,,Good“. Deutsche Bank veitti ráðgjöf um mótun umgjarðarinnar. Fjármálaumgjörðin er byggð á nýjustu viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði, ICMA, um græna skuldabréfaútgáfu. Einnig er horft til flokkunarkerfis Evrópusambandsins, EU Taxonomy, og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.