Nánar um kreditkortKreditkort - mynd

Kreditkort

Innkaupakort minnkar umfang beiðna og reikningsviðskipta. Viðskiptakort fyrir starfsmenn og stjórnendur með öflugum ferðatryggingum og Vildarpunktasöfnun.

Nánar um kreditkort
Nánar um Innlagnar- og debetkortInnlagnar- og debetkort - mynd

Innlagnar- og debetkort

Innlagnarkort og Visa Debit Business kort sem henta fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana. 

 

Nánar um Innlagnar- og debetkort
Nánar um gjafakortGjafakort - mynd

Gjafakort

Hentar við öll tækifæri fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Hægt að nota við kaup á vöru og þjónustu innanlands og á mörgum stöðum erlendis.

Nánar um gjafakort

Tilkynna glatað kort

Glati korthafi greiðslukorti verður að tilkynna það strax glatað/stolið til þjónustuvers Arion banka.

Utan afgreiðslutíma bankans skulu korthafar hafa samband við neyðarþjónustu kortafyrirtækjanna.

Ef þú hefur glatað kreditkorti er gott að byrja á að frysta kortið í netbankanum eða Arion appinu. Þegar þú hefur leitað af þér allan grun getur þú haft samband til að láta loka kortinu varanlega. 

Frysta kreditkort í netbanka

444 7000 - Arion banki

Afgreiðslutími þjónustuvers er frá kl. 9-16 virka daga.

525 2000 - Valitor

Neyðarþjónusta utan afgreiðslutíma banka.

Athugasemd við kortafærslu

Ef þú þarft að gera athugasemd við kortafærslu þá bendum við þér á að reyna að leysa málið fyrst með söluaðila. Ef það gengur ekki þá aðstoðum við þig með endurkröfuferlið.

Athugið að endurkröfuferlið tekur að jafnaði 5 – 10 vikur frá því að öll gögn berast. Tímalengd ræðst af eðli máls, en getur dregist lengur ef söluaðili mótmælir endurkröfubeiðni og þeim gögnum sem er framvísað með henni.

Undirritun eyðublaðs með rafrænum skilríkjum

Ef þú ert með rafræn skilríki og óskar að undirrita endurkröfueyðublaðið rafrænt þá getur þú sent það útfyllt en óundirritað á arionbanki@arionbanki.is og við sendum þér það í kjölfarið til baka til rafrænnar undirritunar.

Athugið að ekki er hægt að hefja endurkröfuferli fyrr en Arion banki hefur móttekið undirritað eyðublað og viðeigandi fylgigögn.