Rafræn yfirlit

Rafræn yfirlit

Nýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til sjóðfélaga.

Yfirlit og upplýsingagjöf

Lífeyrissjóðum og vörsluaðilum séreignarsparnaðar er nú heimilt að birta yfirlit og upplýsingar rafrænt.

Lífeyrisauki hefur fram til þessa sent yfirlit til sjóðfélaga á pappírsformi tvisvar á ári en upplýsingarnar hafa einnig verið aðgengilegar á mínum síðum sjóðsins.

Í kjölfar breytinga lífeyrissjóðslaganna munu yfirlit hér eftir eingöngu verða birt á rafrænan hátt, þar sem rafrænnar auðkenningar er krafist. Á mínum síðum Lífeyrisauka geta sjóðfélagar óskað eftir því að fá yfirlitin send á pappírsformi, þeim að kostnaðarlausu.

Nýir sjóðfélagar

Nýtt ákvæði bætist nú við lögin sem felur í sér að lífeyrissjóðir og vörsluaðilar séreignarsparnaðar eigi að veita nýjum sjóðfélögum upplýsingar um helstu réttindi sem ávinnast við greiðslu iðgjalda ásamt upplýsingum um skipulag og stefnu sjóðsins. Lífeyrisauki telur jákvætt að nýir sjóðfélagar séu upplýstir um skipulag og stefnu sjóðsins og hvernig réttindaávinnslu er háttað. Nýir sjóðfélagar geta nálgast upplýsingarnar á vefsíðu sjóðsins.

Hafi sjóðfélagar frekari spurningar er velkomið að hafa samband á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða í síma 444-7000.

 

Greinasafn

14. febrúar 2024

Fræðslufundur

Fræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...

LESA NÁNAR

31. mars 2023

Rafræn yfirlit

Nýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...

LESA NÁNAR