Skattfrjáls ráðstöfun - almenna úrræðið hefur verið framlengt

Skattfrjáls ráðstöfun - almenna úrræðið hefur verið framlengt

Almenna úrræðið til að nýta viðbótarsparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða niður íbúðalán hefur verið framlengt til og með 31. desember 2024. Þeir sem eru með virka ráðstöfun inn á lán geta óskað eftir framlengingu inn á leidretting.is.

Til að þessi ráðstöfun falli ekki niður 1. júlí 2023 þarf að framlengja í síðasta lagi 30. september 2023.

Einnig verður hægt að skrá nýjar umsóknir um Almenna úrræðið á leidretting.is. Sjá frétti á leidretting.is og á skatturinn.is.

Athugið að ekki þarf að sækja um framlengingu á úrræði fyrstu íbúðar, það helst óbreytt.

Sjá spurt og svarað á arionbanki.is.

 

Greinasafn

14. febrúar 2024

Fræðslufundur

Fræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...

LESA NÁNAR

31. mars 2023

Rafræn yfirlit

Nýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...

LESA NÁNAR