Mannréttindi í réttlátri virðiskeðju

Mannréttindi í réttlátri virðiskeðju

Mannréttindi í réttlátri virðiskeðju - mynd

Mánudaginn 3. febrúar fer fram viðburður um mannréttindi, skipulagður af Festu, í viðburðasal Arion banka, Borgartúni 19. Þar fjallar úrval sérfræðinga um hvernig tryggja megi að virðiskeðjur séu réttlátar og mannréttindi virt.

Festa skipuleggur viðburðinn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ, UN Women, Unicef, Félag Sameinuðu þjóðanna og UN Global Compact og er um að ræða hliðarviðburð í tengslum við Janúarráðstefnu Festu. Arion banki er styrktaraðili viðburðarins.

Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram milli kl. 10:00 - 12:00. Boðið verður upp á léttar veitingar. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta.

Athugið að skráning er nauðsynleg. Hér má skrá sig, lesa sér betur til um viðburðinn og kynna sér dagskrána: Mannréttindi í réttlátri virðiskeðju.