Konur fjárfestum í Kaupmannahöfn

Konur fjárfestum í Kaupmannahöfn

Konur fjárfestum í Kaupmannahöfn - mynd

Forsvarskonur átaksverkefnisins Konur fjárfestum hjá Arion banka, þær Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á mörkuðum, og Guðrún Ólöf Hrafnsdóttir og Eva Rún Eiðsdóttir, af markaðssviði bankans, ferðuðust nýlega saman til Kaupmannahafnar og héldu þar vel sóttan viðburð fyrir íslenskar konur í dönsku atvinnulífi.

Snædís Ögn sagði frá aðdraganda Konur fjárfestum verkefnisins og þeim jákvæðu og mælanlegu áhrifum sem verkefnið hefur þegar haft, í þá átt að styrkja fjárhagslegt sjálfstæði kvenna. Þá fór Snædís yfir helstu atriði sem snúa að því að stíga sín fyrstu skref í fjárfestingum og varpaði sömuleiðis ljósi á stöðuna almennt á fjármálamörkuðum um þessar mundir.

Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku og fór fram í hinu sögufræga Jónshúsi.