Áhrifa- og úthlutunarskýrsla grænnar fjármögnunar Arion banka

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla grænnar fjármögnunar Arion banka

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla grænnar fjármögnunar Arion banka - mynd

Arion banki hefur birt Áhrifa- og úthlutunarskýrslu fyrir græna fjármögnun bankans árið 2024. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir úthlutun til verkefna sem uppfylla kröfur um græn verkefni samkvæmt sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og dregin eru fram jákvæð umhverfis- og loftslagsáhrif þeirra. Í skýrslunni eru áhugaverð dæmi um verkefni sem Arion banki hefur fjármagnað og sýna fram á þann metnað sem við vonumst til að ýta undir með útgáfu sjálfbærra fjármálagerninga.

Á síðastliðnu ári var græn fjármálaumgjörð bankans, sem kom út árið 2021, uppfærð í sjálfbæra umgjörð. Við bættust flokkar sem snúa að félagslegum þáttum sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið auk þess sem skerpt var á flokkum grænna verkefna, hringrásarhagkerfið og þörungarækt fengu þar aukna vigt.

Frá árinu 2021 hefur Arion banki farið í sjö grænar skuldabréfaútgáfur, þar af tvær á árinu 2024 og sömuleiðis tvær það sem af er þessu ári. Bankinn leitast við að efla stöðugt grænt vöruúrval bankans en meðal þess sem bankinn býður upp á eru græn húsnæðis- og bílalán, innlán og fyrirtækjalán vegna verkefna sem falla undir umgjörðina.

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka fyrir árið 2024