Arion banki helsti bakhjarl Einvígisins á Nesinu

Arion banki helsti bakhjarl Einvígisins á Nesinu

Arion banki helsti bakhjarl Einvígisins á Nesinu - mynd

„Einvígið á Nesinu“ fór fram í tuttugasta og níunda sinn þann fjórða ágúst síðastliðinn í Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi. Um er að ræða árlegt golfmót þar sem margir helstu kylfinga landsins leika í þágu góðs málefnis.

Leikið var í blíðskaparveðri og viðureignin æsispennandi - en að lokum var það Tómas Eiríksson Hjaltested sem stóð uppi sem sigurvegari.

Sem fyrr var Arion banki aðalbakhjarl mótsins og var að þessu sinni leikið til styrktar Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Tilgangur minningarsjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru höfð að leiðarljósi. Í ár klæddust keppendur bleikum klæðnaði til að sýna átakinu stuðning.

Þeir Þorsteinn Guðjónsson, formaður Nesklúbbsins, og Jóhann Möller, frá Arion banka, færðu þeim Birki Karli Óskarssyni og Iðunni Eiríksdóttur, foreldrum Bryndísar Klöru, einnar milljón króna ávísun að móti loknu.