Arion banki, Vörður og Stefnir hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Arion banki, Vörður og Stefnir hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir fyrir hönd Stefnis, Iða Brá aðstoðarbankastjóri Arion banka, Benedikt Olgeirsson og Helena Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Varðar. - mynd
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir fyrir hönd Stefnis, Iða Brá aðstoðarbankastjóri Arion banka, Benedikt Olgeirsson og Helena Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Varðar.
Arion banki, Vörður og Stefnir hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum - mynd

Fulltrúar Arion tóku við viðurkenningu á hátíðlegri athöfn á Nauthóli síðasta föstudag, þann 22. ágúst, þegar átján íslensk fyrirtæki hlutu nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar eru veittar af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Fyrirtækin eru af fjölbreyttum toga og sinna meðal annars fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu. Hér má sjá lista yfir öll fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu.