Leiðin að kolefnishlutleysi – uppfærð loftslagsmarkmið Arion banka

Leiðin að kolefnishlutleysi – uppfærð loftslagsmarkmið Arion banka

Leiðin að kolefnishlutleysi – uppfærð loftslagsmarkmið Arion banka - mynd

Arion banki hefur birt skýrslu með uppfærðum loftslagsmarkmiðum til ársins 2030 og greinargóðri lýsingu á því hvernig hann hyggst stuðla að kolefnishlutleysi. Um er að ræða markmið fyrir eigin starfsemi, íbúðalán og fyrirtækjalán í þeim atvinnugreinum sem hafa mesta losun í útlánasafni bankans, auk tilgreindra lánaflokka samkvæmt aðferðafræði Science Based Targets Initiative (SBTi).

Markmiðin byggjast á vísindalegum sviðsmyndum sem miða að því að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráðu og markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutleysi. Þau loftslagsmarkmið, sem bankinn hafði áður sett fyrir samdrátt í fjármagnaðri losun lánasafnsins, hafa því verið endurskoðuð með tilliti til aðferðafræði SBTi þar sem meðal annars er notast við sviðsmyndir Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA).

Við setningu markmiðanna var einnig farið eftir leiðbeiningum Net-Zero Banking Alliance (NZBA). Leiðbeiningar NZBA eru mest notuðu leiðbeiningar á heimsvísu fyrir markmiðasetningu um minnkun kolefnislosunar hjá fjármálafyrirtækjum.

Í skýrslu bankans um leiðina að kolefnishlutleysi eru dregnar fram aðgerðir sem stuðla að og styðja við markmiðasetningu bankans og tengjast m.a. grænu vöruframboði, stefnum og áhættustýringu. Enn eru tækifæri til að þróa leiðina áfram varðandi aðgerðir og verður unnið að því í tengslum við áframhaldandi vinnu við markmiðasetningu.

Stefnt er að því að fá loftslagsmarkmið bankans samþykkt af SBTi, samkvæmt nýjum staðli á þeirra vegum sem er sérstaklega ætlaður fjármálafyrirtækjum, í síðasta lagi í um mitt ár 2027.

Arion banki hefur sett sér metnaðarfull markmið í tengslum við sjálfbærni og ábyrga bankastarfsemi. Setning loftslagsmarkmiða er einn liður í því að styðja íslenskt hagkerfi í átt að nauðsynlegri umbreytingu í átt að kolefnishlutleysi.

Skýrsluna má nálgast hér