Útibú Arion banka og Varðar verða lokuð föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls

Útibú Arion banka og Varðar verða lokuð föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls

Útibú Arion banka og Varðar verða lokuð föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls - mynd

Konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf föstudaginn 4. október eins og konur gerðu árið 1975.

Konur eru um 60% starfsfólks Arion samstæðunnar og munu margar þeirra svara kallinu og leggja niður störf á föstudaginn. Við styðjum þetta framtak og verða því öll útibú Arion banka og Varðar lokuð á föstudaginn.

Þjónustuverið okkar verður opið en fáliðað og þjónustan því skert og gildir það sama um netspjall og samskipti í gegnum tölvupóst.

Eins og aðra daga þá verður Arion appið og netbankinn okkar aðgengileg allan sólarhringinn.