Arion banki hélt tengslafund um sjálfbærni fyrir aðildarfélög Festu

Arion banki hélt tengslafund um sjálfbærni fyrir aðildarfélög Festu

Arion banki hélt tengslafund um sjálfbærni fyrir aðildarfélög Festu - mynd

Arion banki hélt morgunfund fyrir aðildarfélög Festu þann 13. nóvember í húsnæði bankans. Fundurinn hófst á kaffi og léttri morgunhressingu áður en dagskráin tók við klukkan 08.30 með óvæntri uppákomu sem kom öllum í gang.

Á fundinum var stiklað á stóru um sjálfbærnivegferð Arion banka þar sem Hlédís Sigurðardóttir, forstöðumaður sjálfbærni, fór yfir helstu skref og áherslur bankans í málaflokknum. Kristján Andrésson, forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu, fjallaði um mat og stýringu sjálfbærniáhættu og Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á mörkuðum, kynnti verkefnið Konur fjárfestum og hvernig jafnréttismál hafa verið útvíkkuð í starfsemi bankans. Fundinum lauk með spurningum og spjalli þar sem þátttakendur tóku virkan þátt í umræðum.

Viðburðurinn var vel sóttur og skapaðist lifandi vettvangur fyrir samtal um sjálfbærni, áhættustýringu og jafnrétti.

Arion banki hefur verið aðili að Festu frá árinu 2013 og er í hópi fyrirtækja sem skipa það sem kallast Kjölfestur Festu.