Arion banki viðheldur framúrskarandi einkunn í sjálfbærni að mati Reitunar

Arion banki viðheldur framúrskarandi einkunn í sjálfbærni að mati Reitunar

Arion banki viðheldur framúrskarandi einkunn í sjálfbærni að mati Reitunar - mynd

Arion banki hefur hlotið framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar og er í flokki A3. Er þetta sjötta árið í röð sem Reitun metur bankann í flokki framúrskarandi fyrirtækja á þessu sviði. Matið byggir á árangri bankans í tengslum við sjálfbærni, þ.e. á sviði umhverfis- og félagsþátta og stjórnarhátta.

Bankinn viðheldur 90 stigum af 100 mögulegum og heldur því sem fyrr í við auknar kröfur sem gerðar eru í matinu milli ára. 90 stig er mesti fjöldi stiga sem Reitun hefur gefið og er bankinn í hópi fimm annarra útgefanda sem eru í flokknum A3, en um 45 íslenskir útgefendur hafa verið metnir. Meðaltal markaðarins eru 73 stig af 100 mögulegum, flokkur B2.

Sjá helstu niðurstöður Reitunar í meðfylgjandi skjali.

Arion banki - UFS einkunn Reitunar 2025