Siðareglur fyrir birgja Arion banka

Siðareglur fyrir birgja Arion banka

Siðareglur fyrir birgja Arion banka - mynd

Í umhverfis- og loftslagsstefnu Arion banka kemur fram að bankinn geri þá kröfu til birgja að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þegar valið stendur á milli tveggja sambærilegra tilboða frá birgjum munu loftslags- og umhverfissjónarmið ráða ákvörðun okkar. Nýjar innkaupareglur sem voru samþykktar á haustmánuðum 2020 taka mið af þessari stefnu og hafa allir stærstu birgjar bankans farið í gegnum uppfært birgjamat þar sem spurt er um frammistöðu þeirra varðandi jafnréttismál, vinnurétt og umhverfis- og loftslagsmál. Þá fara allir nýir birgjar í gegnum slíkt mat.

Siðareglur birgja sem snúa að sjálfbærni og samfélagsábyrgð voru unnar árið 2020 og eru nú hluti af samningum sem Arion banki gerir við sína birgja.

Siðareglur birgja Arion banka

Með áherslu á sjálfbærni í innkaupum vill Arion banki vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi og samfélagi og skapa verðmæti til framtíðar.