Arion banki er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Hér má sjá fulltrúa Arion banka, Stefnis og Varðar taka á móti viðurkenningum fyrir góða stjórnarhætti. - mynd
Hér má sjá fulltrúa Arion banka, Stefnis og Varðar taka á móti viðurkenningum fyrir góða stjórnarhætti.
Arion banki er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum - mynd

Arion banki og dótturfélögin Stefnir og Vörður voru á föstudag meðal þeirra 17 fyrirtækja sem fengu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og hlutu þar með nafnbótina ,,Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Gunnar Sturluson, stjórnarmaður í Arion banka, tók við viðurkenningunni fyrir hönd bankans. Arion banki fékk fyrst viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti árið 2016 og hefur síðan þá fengið viðurkenningu árlega.

Fyrirtæki sem fá viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningar um stjórnarhætti, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna. Arion banki fór síðast í gegnum formlegt mat í febrúar 2019 og gildir það í þrjú ár. Það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem standa að baki viðurkenningarinnar.