Græn innlán hjá Arion banka komin í rúma fimm milljarða króna

Græn innlán hjá Arion banka komin í rúma fimm milljarða króna

Græn innlán hjá Arion banka komin í rúma fimm milljarða króna - mynd

Umgjörð um græn innlán stækkuð vegna vinsælda Græns vaxtar

Grænn vöxtur er innlánsreikningur Arion banka sem er hugsaður fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar. Reikningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og kynnti bankinn hann til leiks um mitt síðasta ár. Fjármunum sem safnast inn á Grænan vöxt er ráðstafað til vistvænna verkefna í samræmi við umgjörð Arion banka um græn innlán.

Viðtökur Græns vaxtar hafa farið fram úr björtustu vonum og um áramótin höfðu viðskiptavinir bankans lagt inn rúma 5 milljarða króna á reikninginn. Fyrst um sinn voru innistæður Græns vaxtar eingöngu notaðar til að fjármagna græn bílalán sem styðja við orkuskipti í samgöngum. Vegna vinsælda Græns vaxtar hefur bankinn nú þurft að útvíkka umgjörð reikningsins og fara nú fjármunir viðskiptavina einnig í að fjármagna verkefni sem styðja við hringrásarhagkerfið, mengunarvarnir og betri stýringu úrgangs.

CIRCULAR Solutions, sem nýverið var keypt af KPMG, tók út umgjörð bankans um græn innlán. Fyrirtækið gegnir hlutverki óháðs aðila og mun árlega gera úttekt á því hve vel fjármögnuð verkefni uppfylla skilyrði umgjarðarinnar og meta umhverfisáhrif þeirra.

Með því að leggja sparnaðinn inn á Grænan vöxt styðja viðskiptavinir bankans við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

        

Stofna reikning fyrir Grænan vöxt