Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka fyrir árið 2022

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka fyrir árið 2022

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka fyrir árið 2022 - mynd

Arion banki hefur í annað sinn gefið út áhrifa- og úthlutunarskýrslu í tengslum við græna fjármálaumgjörð bankans. Í skýrslunni er gerð grein fyrir úthlutun fjármuna sem aflað hefur verið með grænum skuldabréfaútgáfum og grænum innlánum árið 2022 ásamt útreikningum á jákvæðum umhverfis- og loftslagsáhrifum grænna verkefna.

Á árinu 2020 kynnti Arion banki fyrstur íslenskra banka til leiks grænan sparnað, Grænan vöxt, fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænnar framtíðar. Viðtökur Græns vaxtar hafa farið fram úr björtustu vonum og í lok árs 2022 höfðu safnast rúmlega 21 milljarður á reikninginn miðað við rúmlega átta milljarða í lok árs 2021. Bankinn hefur gefið út fjögur græn skuldabréf sem byggja á heildstæðri fjármálaumgjörð bankans, þar af tvær útgáfur á árinu 2022.

Deloitte hefur veitt staðfestingu með takmarkaðri vissu á úthlutun fjármuna og útreikningum á jákvæðum umhverfisáhrifum í tengslum við græna fjármálaumgjörð Arion banka.

Áhrifa- og úthlutunarskýrsla Arion banka fyrir árið 2022