Skýrslur Arion banka fyrir árið 2022

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2022

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2022 - mynd

Arion banki hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2022. Skýrslurnar eru á rafrænu formi og aðgengilegar á vef bankans. Ársreikningur bankans fyrir árið 2022 var birtur 8. febrúar og er einnig aðgengilegur á vef bankans.

Auk umfjöllunar um þjónustu bankans, helstu verkefni og fjárhagsniðurstöður ársins 2022 inniheldur árs- og sjálfbærniskýrsla Arion banka m.a. umfjöllun um mannauðsmál, umhverfis- og loftlagsmál, græn fjármál og sjálfbærniupplýsingar í samræmi við GRI Standards staðalinn og UFS leiðbeiningar Nasdaq. Deloitte veitti álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf bankans.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Arion banka 2022

Áhættuskýrsla bankans fjallar um helstu áhættuþætti Arion banka á ítarlegan hátt og er þar að finna greinargóðar upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans. Auk þess er að finna upplýsingar um stjórnskipulag bankans með tilliti til áhættu sem og starfskjarastefnu. Skýrslan er gefin út ásamt upplýsingasniðmátum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) og ætti að lesast samhliða þeim.

Áhættuskýrsla Arion banka 2022