Arion banki, Vörður og Valitor fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Arion banki, Vörður og Valitor fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Arion banki, Vörður og Valitor fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar - mynd

Arion banki og dótturfélögin Vörður og Valitor fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Alls hlutu þrjátíu fyrirtæki, fimm sveitarfélög og níu opinberir aðilar viðurkenningu að þessu sinni.

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í gær stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid hverjir fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Arion banki hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnrétti í sinni starfsemi. Bankinn fékk á haustmánuðum 2018 jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins eftir að hafa farið í gegnum endurvottun frá BSI á Íslandi og var þar með fyrstur banka til að hljóta merkið. Bankinn fékk upphaflega Jafnlaunavottun VR árið 2015, einnig fyrstur banka, og hefur farið í gegnum launagreiningar árlega síðan þá. Starfandi er jafnréttisnefnd innan bankans og unnið er eftir jafnréttisáætlun til þriggja ára í senn. Bankastjóri er ábyrgðarmaður jafnréttismála.